VÁ! tvaer vikur sídan ég bloggadi seinast... finnst thad hafa verid í gaer! Tíminn lídur allt of hratt!
Akkúrat núna er ég ad drukkna í moskító bitum... vaknadi í fyrradag med 47 bit á vinstri hondinni og haetti thá ad telja... thaer eru meira ad segja farnar ad rádast á andlitid mitt! Og ég var ad frétta tad ad besti tíminn til thess ad heimsaekja Ecuador er í september og október thví thá er MINNST af moskítóflugum, svo í janúar fara thaer á fullt! Ég bíd semsagt spennt eftir janúar, thad er ad segja ef thad verdur eitthvad eftir af mér, thaer eru í alvorunni ad éta mig lifandi.
Seinustu vikur er ég búin ad bralla miiikid eins og tildaemis seinasta fostudag fór ég aftur á munadarleysingjahaelid. Ég reyndi ad undirbúa mig andlega en thad breytti litlu, thetta var aftur jafn óthaeginlegt. En ég kom samt smá undirbúin, keypti pakka af gúmmíarmbondum (sem eru mjog vinsael hér) og gaf stelpunum, og var thá ordin allra vinsaelasti sjálfbodlidinn.
Verkefni dagsins var ad kenna theim stafrófid og tolurnar. Sjálfbodalidarnir, sem eru allt stelpur á mínum aldri, voru búnar ad búa til stafrófsdans og tolu leiki. Thaer fóru uppá svid en ég var sett med krokkunum, thar sem ég kann ekki stafrófid. Vid thurftum ad hoppa og klappa og eitthvad allskonar. Allir nádu mér svona upp ad mitti og ég var í alvorunni eins og risavaxid smábarn. Sjálfbodalidarnir hlógu ekkert líííítid. Tolu leikirnir voru samt verstir, thví thad var einhverskonar eltingaleikur og svo thurfti ad skrída á milli fótanna á hinum. Ég setti morkin vid ad skrída undir klofid á stelpu sem nádi mér rétt upp fyrir haela.
Thetta kvold fór ég á skemmtun í skólanum mínum. La notche de estrellas sem thýdir eiginlega bara kvold stjarnanna. Thetta var einhverskonar haefileika sýning og allar stelpur donsudu eda sungu. Thetta var svona eiginlega eins og seinasta kvoldid á reykjum nema thad ad Freak-X (danshópur sem ég var í í sjoundabekk) hefdi gert sig ad aaaansi miklum fíflum tharna... thetta var nefnilega ekkert eins og stelpurnar í skólunum á íslandi gera... thetta var í alvorunni eins og ad vera maett inní Moulin Rouge eda Burlesque bíómynd. Thetta var ekkert smá flott! Og svo var ekkert lítid oskrad thegar tveir strákar stukku inná svidid berir ad ofan og med bindi og breikudu svaka dans. Meira ad segja kennararnir voru med atridi og enskukennarinn minn song lag, hún er svaka songkona!
Í hléinu leiddist mér ótrúlega thar sem vinkonur systur minnar eru alls ekki thaer skemmtilegustu en sem betur fann ég bekkjabraedur mína og their stálu mér frá systur minni. Their fóru med mig uppá svalir sem their fundu og thar sáum vid oll atridin miklu betur. Their vildu endilega ad ég faeri uppá svid og sogdu ad ég tharf ad byrja ad aefa mig strax fyrir naesta ár, og tóku thad ekki í mál ad ég verd farin heim til íslands thegar thessi sýning verdur aftur haldin. Ég verd semsagt ad lengja ferdina um 3 mánudi, sem er minnsta málid ef tíminn heldur áfram ad lída svona hratt!
En rétt fyrir tólf kemur upp slagur, ég sá hann ekki vel thví vid vorum uppi. En tíu mínútum seinna eru tveir hermenn maettir med
byssur (skil ekki alveg afhverju, their voru varla ad fara ad nota hana tharna í skólanum) og allir reknir út! Ég verd ad vidurkenna ad ég hefdi verid skíthraedd hefdi ég ekki verid med strákunum, sem gerdu bara grín ad hermonnunum.
Á laugardagsmorgun fór ég svo ad versla. Fórum í fína mallid hérna (man ekki hvort ég var búin ad segja frá thví) en thad er semsagt bara fullt af básum á risa malarvelli og ekki haegt ad máta neitt. Mjog spes.
Host pabbi minn lét loksins laga loftkaelinguna í bílnum. Hingad til hofum vid bara haft alla glugga opna, thad vikar mjog vel, en ekki lengur! Hann er svo stoltur af thví ad geta haft kalt í bílnum (eda thad sem hann kallar kalt) og alla glugga lokada sem thýdir ad núna er bannad ad opna gluggana. Loftvélin er í alvorunni sú aumasta sem ég hef séd, vid gaetum alveg eins sett kettling á maelaborid og látid hann blása á okkur... ég er í svitabadi núna alla daga og fórdast bílinn eins og ég get.
Talandi um bílinn... Vid vorum ad keyra um daginn og thad var alveg svart úti, heyrdu sé ég ekki bara lítinn strák, svona fimm ára, hann var bara í stuttbuxum og med útblásinn maga eins og flest bornin hérna, en thad sem greip athylgi mína var ad hann var med BYSSU! Ég vard ekkert smá aest og vildi endilega hoppa út og bjarga stráknum ádur en hann myndi meida sig eda einhvern annan. Thad leid smá stund thar til fólkid í kring um mig áttadi sig á hvad ég var ad reyna ad segja, thá bentu thau mér á ad líklegast kaemi bara vatn úr byssunni. Thad tók mig smá tíma ad átta mig en svo dó ég úr skomm og allir sprungu úr hlátri. Mitt versta ljóskumóment, klárlega! Fyrir utan eitt í áttunda bekk sem er gleymt og grafid haha.
Samt ég get varid mig med thví ad, ég meina, ég er stodd í Ecuador, thid vitid... hvad veit madur um svona lagad... thetta gaeti vel verid edilegasti hlutur ad born gengu um med byssur!
Skólinn gengur alltaf jafn vel og ég er farin ad dádst ad thví hvad kennararnir hérna fá mikla virdingu. Hérna standa allir upp thegar kennarinn gengur inn í stofuna og strákarnir bera toskur theirra milli stofanna. Kennarinn tharf aldrei ad oskra, eins og gerist á hverjum degi á íslandi. Thad er bara einn kennari sem mér er mjog illa vid. Krakkarnir kalla hana
Hitler. Hún er ekki beint strong en hún pínir krakkana algjorlega. Til daemis gerdist thad í dag ad hún fór ad spurja Carolinu, bekkjasystur mína, hvernig mamma hennar hefdi thad. Ég skildi ekki allt sem hún sagdi en skildi thad ad mamma hennar er lasin og kemst ekki útúr húsi. Kennarinn hélt áfram ad spurja og láta hana tala og tala fyrir bekkinn og grey stelpan byrjadi ad tárast, en samt hélt kennarinn áfram! Thad endadi med thví ad onnur stelpa sagdi kennaranum ad haetta og Carolina lagdist fram á bordid. Thad virtist ekki snerta kennarann neitt.
Tolvukennarinn minn er samt heldur ekki í uppáhaldi hjá mér... á fimmtudaginn fyrir viku áttum vid ad gera verkefni thar sem vid áttum ad finna gott lag og finna textann og gera allskonar vid textann og sá sem yrdi fyrstur fengi verdlaun. Thetta var eitthvad sem ég laerdi í fimmtabekk svo ég var ekki lengi ad thessu og fagnadi thví ad vera fyrst. Kennarinn sagdi mér thá ad koma upp ad toflu og útskýrdi ad verdlaunin vaeru ad ég thurfti ad
syngja lagid fyrir bekkinn!! Og ég komst ekki undan thví, thar sem krakkarnir í bekknum kloppudu mig upp og laeti! Vandraedalegasta moment lífs míns. Thad sem verra var ad ég valdi Dont you remember - Adele, og thetta er fallegt lag og ég skemmdi thad svo mikid med thví ad syngja thad.
Hér eru líka allir sammála um ad ég tharf ad fitna, thar á medal kennararnir. Leikfimiskennarinn kom med nesti í tímann seinasta midvikudag (hún er alltaf med nesti) en núna gaf hún mér helminginn og sagdi ad ég tharf ad fara ad fita mig! Og host foreldrar mínir eru alltaf ad klípa í mig og spurja hvad ég sé búin ad thyngjast mikid, ég hef nákvaemlega engann húmor fyrir thessu...
Svona í alvorunni mamma og pabbi heima, ef thid reynid einhverntíman ad skipa mér ad fitna eda skipta ykkur af fatastílnum mínum thá flyt ég ad heiman. Ég mun orugglega ekki geta bordad í mánud thegar ég kem heim.
Eftir skóla tharf ég alltaf ad fara í skólarútu heim og thar er strákur sem er svona 12 ára og er mesta krútt í heimi. Hann vildi endilega tala almennilega vid mig og í gaer maetti hann med heila bladsídu af spurningum á íslensku! Hann hafdi semsagt farid í Google Translate og prentad út heilt blad fyrir mig og í thokkabót er greinilega líka haegt ad hlusta á framburd á google translate og hann var búinn ad aefa sig og las allt upp fyrir mig. Thetta var hraedilegur hreimur en samt svo innilega krúttlegt!
En thad allra besta sem gerdist í vikunni var ad ég fékk pakka frá fjolskyldunni á íslandi! Thar var íslenskt nammi, bláberjasulta, mydnir af theim sem mér thykir vaenst um í ramma, baekur, bangsar og fleira.
Svo voru tvo kort, frá Hildi systur minni og hitt frá mommu minni. Thad var mjoooog erfitt ad halda aftur af tárunum en ég vard ad gera thad thví ég var ad fara í skólann rétt eftir ad ég las thau.
En ég vil bara segja, ef thú ert skiptinemi eda thekkir skiptinema eda munt einhverntíman gera:
sendu bréf! Thetta er miiiklu betra ein mail á facebook, thetta er allt annad. Ég er búin ad tala vid systur mína og mommu mjog oft sídan ég kom en thad var fyrst thegar ég las bréfid sem mér fannst thaer í alvorunni vera ad tala, aej thid vitid... thetta er miklu persónulegra!
Ég er thví midur ekki búin ad taka neinar myndir seinustu tvaer vikur, gleymi alltaf myndavélinni! en lofa naesta blogg verdur skrautlegra og skemmtilegra, thad er nefnilega svolítid ad fara ad gerast sem ég mun segja frá naest !!