Saturday, February 4, 2012

Hálffult glasid



herbergisfélagar mínir í Salinas
Ég er hálfnud!! Gamangamangaman ad thví! Half the way helginni var vel fagnad. Hún byrjadi thannig ad fimmtudaginn 19 janúar tókum vid skiptinemarnir flugvél til Quito (hofudborgin) og thar var gist hjá ecuadorískri fjolskyldu. Vid vorum fjórar stelpur og svo krakkarnir í fjolskyldunni og vid skelltum okkur á karókí bar (sem er algjor snilld) og gerdum eins margt og haegt var sem ekki er í bodi hérna í Esmeraldas, t.d fara í verslunarmidstod, kaupa kaffi og SUSHI! Mikil gledi og hamingja thann dag skal ég segja ykkur.
Fostudaginn 20 janúar var ferdinni haldid á skrifstofu AFS. Thar hitti ég loksins íslendingana! Ennthá meiri gledi og hamingja. Okkur var trodid í litla 15 manna rútu, vorum allt of morg og svo var keyrt í sjo yndislega kramda klukkutíma. Á midnaetti komum vid loksins á áfangastad: SALINAS. Thessi baer er sá kaldasti sem ég hef komid til. Og sá minnsti. Ég gat varla bordad thví ég skalf svo mikid af kulda. Laugardeginum var eytt í ad skoda baeinn. Vid fórum í ostaverksmidju, ponsjó verksmidju og súkkuladiverksmidju og thad er semsagt allt sem er í bodi ad gera tharna, thá er baerinn búinn.Thad er samt ótrúlega flott hvad thessi baer lítur út fyrir ad tíminn hafi bara stoppad, allt svo hrikalega gamaldags og fallegt. Á sunnudegi var haldid heim. Vid fórum eitthvad ad tala um ad vid erum hálfnud og einhver fer ad tala um hvort glasid sé hálffullt eda hálftómt... thetta var lengsta og dýpsta samraeda sem ég hef átt en á endanum komst ég ad thví ad thad er hálffullt!


Konur ad thvo fot í laeknum
Fegurdin vid thad ad vera skiptinemi í framandi landi er til daemis thad ad thú tharft ekki annad en ganga útum dyrnar og rekst alltaf á eitthvad nýtt og spennandi. Ég fór med host mommu minni ad kaupa hunang um daginn. Og afthví ad vid erum í Ecuador thá er náttúrulega ekki í bodi ad kaupa bara krukku med hunangi útí búd. Vid roltum nidur á horn thar sem stendur bíll med opid skott. Í skottinu stendur risa stórt býflugnabú og helllllingur af býflugum allt í kring. Svo stendur afgreidslukona og skafar fyrir thig hunang í poka. Ég veit ekki.... mér allavega fannst thetta heeelvíti skrítid.
Svo laerir madur líka helling af thessu. Ég meina, ég var alltaf á móti heimilisofbeldi, en núna... vá. Ég var med vinkonu minni og fjolskyldu hennar á strondinni um daginn. Vid tvaer vorum skildar eftir ad passa litlu krakkana á medan foreldrarnir fóru ad fá sér ad borda. Audvitad lentu tvo theirra í rifrildi og thad endadi med thví ad einn strákurinn slaer litu systurina. Vinkona mín vard bálreid og saekir pabba sinn. Pabbinn kemur og hlustar ekki einu sinni á hvad gerdist, thad er bara BAM strákurinn laminn. Hellingur af fólki á strondinni fylgdist med en kippti sér ekkert upp vid gólandi strákinn sem grét og grét. Mig langadi helst ad benda theim á thad hvad thad er rangt ad vera ad kenna barninu ad thad er bannad ad lemja med thví ad lemja, en ákvad ad segja ekkert thar sem ég var skít hraedd vid manninn. En ég sé thad allavega núna ad thetta er í alvorunni versta leid veraldar til ad ala upp barn, og thad sem verra er ad thad gera thetta allir hérna, thad er ekkert edlilegra.

Skiptinemagledi
Líka fólk sem raenir, ég er svo thakklát fyrir ad hafa thad ekki á íslandi. Ég var í straetó bara í gaer, svo missir madur símann sinn á jordina. Svo er hann eitthvad ad stydja sig vid mig til ad taka hann upp og svo einhvernvegin laumar hann hondinni sinni í vasann minn og stelur veskinu mínu! Ég tók eftir thví og segi semi hátt vid vinkonu mína ''hann raendi mig!'' og straetóinn stoppar og hálfur straetóinn fer út á eftir manninum og draga mig med og bara ''HVER VAR THAD??'' en ég sá ekki almennilega hver thad var (og ef ég hefdi vitad thad thá hefdi ég ekkert thorad ad hoppa bara á kallinn) og svo kemur logregla og stekkur á einhvern mann og byrjar ad leyta á honum. Madurinn var MJOG reidur (thetta var ekki raeninginn semsagt) og hann byrjar ad oskra og oskra á mig og mér leid eins og algerri gólftusku. Ekki nógu gódur dagur.

Seinasta midvikudag var gledidagur. Ég vard nefnilega 18! Ég get ekki sagt ad afmaeli án fjolskyldu og vina hafi verid allt of spennandi en ég bjóst nú samt vid adeins betri afmaelisdag en ég fékk. Hostmamma mín thurfti ad fara til Quito ad vinna svo ég var ein heima. Ég eyddi seinasta 17 ára kvoldinu mínu í hryllingsmyndamarathon sem er med verstu hugmyndum sem ég hef fengid. Ein heima og skíthraedd. Thad sem verra er ad um nóttina vakna ég allt í einu vid vatnshljód. Thad meikar engann sens thar sem vid fáum bara rennandi vatn milli 6-8 á morgnanna og klukkan var hálffjogur. Vitidi hvad thad thýdir? Einhver óbodinn stendur inní sturtuklefa ad hella vatni, og ég ein heima. Med hjartad í buxunum laedist ég inn á bad med krefta hnefa, tilbúin ad rádast á hvad sem beid eftir mér. Ég thordi ekki einusinni ad kveikja ljósin, svona til ad fela mig betur. Svo kem ég inn á bad og BAM renn. Badherbergisgólfid var á flooooti. Ég greip í vaskinn og kom med hallaerislega oskur sem ég hef á aevi minni framkvaemt (ég hló í svona korter eftir á vid minninguna um thetta gól) og kveiki ljósid og sé thá ad vaskurinn er á fullu og sturtan líka. Ég veit ekki hver kveikti og hvernig vaskurinn nádi ad framkvaema vatn, og mig langar ekki ad vita thad.
Afmaelismorguninn minn vakna ég vid símann. Thad er AFS trúnadarmadurinn minn sem hringir í mig og hann er reidur, thá meina ég sko REIDUR. Málid er ad ég var ekki búin ad gera svona kort eitthvad, ég var semsagt ennthá ólogleg í landinu.... thetta var eitthvad sem ég átti ad gera í fyrstu vikunni, og núna 5 mánudum seinna sér hann thad. Hann segist aetla ad saekja mig en thá segi ég honum ad ég á afmaeli og er eiginlega med afmaelisplon. Thá kemur bara ''ef vid gerum thetta ekki í dag THÁ ERT THÚ SKO SEND HEIM''. Thetta leiddi til thess ad allur afmaelisdagurinn fór í thad ad hanga upp á logreglustod og flugvelli og skrifa undir og leidindi. Og thetta allt med fúlum AFS kalli. Semsagt, gaeti varla verid misheppnadari afmaelisdagur. Nema ef ég tel med afmaelisfataverslunarferdina. Hún var met. Ég fór med vinkonu minni ad kaupa smá fot fyrir afmaelispeninginn sem ég fékk. Ég stend inní mátunarklefa ad máta stuttbuxur og hún var med mér og afgreidslukonan líka og ég átti smá erfitt med ad hneppa. Ég er alveg medvitud um thad ad ég er búin ad fitna sídan ég kom hingad sko, en ekki almennilega thar til núna. Ég hneppi saman og BAM (thetta er í thridja sinn sem ég segi BAM í thessu bloggi hahaha) talan springur af! Thetta var svona eins og í bíómyndunum! Fyrst hló ég og hló og hló thar til ég átta mig á ad ég skemmdi buxurnar og thá bidst ég afsokunnar vid afgreidslukonuna sem segir bara ''allt í lagi ég kem bara med naestu staerd fyrir ofan.'' Svo kemur hún til baka og bara ''thví midur vid eigum ekki naestu staerd fyrir ofan'' ég bara AAA! Sko tóninn í roddinni hennar sagdi bara beint út svona ''Aej grey fitubollan hmm''. Mér var alls ekki skemmt.

Gaman ad segja frá thví thá tharf ég ad haetta núna thví ég tharf ad fara ad borda meira bara til ad fitna smá meira.