kostir:
-thù ert alltaf falleg/ur, sama hversu myglud thù ert.
-thù faerd mjog margt frìtt bara thvì fòlk vill gera thèr til geds
-thù kemst fremst ì ollum rodum og inn à alla stadi àn thess ad borga
-allir vilja vera vinir thìnir
gallar:
-fòlk reynir mjog oft ad svìkja ùr thèr pening, sèrstaklega taxarnir.
-thù labbar aldrei neitt àn thess ad amk 5 manneskjur stara à thig
-thù faerd allskonar fàrànleg nickname (èg er tildaemis oft kollud hrìsgrjòn, mjòlk eda gringa)
-thù màtt ekki misstìga thig, annars fer allt ì hàaloft og fòlk vill fara STRAX med thig à spìtalann
-mun meiri lìkur à ad thù sèrt raend...
Thar hafid thid thad. En okei... aetla ad byrja à fostudeginum 23 september:
Èg var vakin med làtum og mèr var sagt ad fara ì kjòlinn minn (gerdi thau mistok ad taka bara einn fìnann kjòl med mèr), oll fjolskyldan var klaedd upp voda fìnt og greinilega oll longu voknud. Èg veit ekki hvort thau hafi àkvedid ad sleppa thvì ad vekja mig tìmanlega eda hreinlega gleymt thvì, en spurdi ekki thvì èg veit ekki alveg hvort hefdi verid verra... Thannig jà èg fèkk ekki ad tannbursta, borda nè fara ì sturtu, thad var bara einn tveir og innì bìl med thig. Vid fòrum nidur ì skòla à hundleidinlega masseringu og svo var thjòdsongurinn sunginn og èg sat allan tìmann graut fùl og glorhungrud, ì tvo heila tìma og glampandi sòl og steikjandi hiti ì thokkabòt. Svo til ad baeta gràu ofan à svart kemur lìtil stelpa ad mèr og spyr hvort ad Amy (host systir mìn sem er 13 àra gomul) sè dòttir mìn... èg man ekki alveg hvad èg sagdi vid hana en nennti allavega ekki ad leika nice gelluna, hvaesti bara à hana og greyid stelpan hljòp til mommu sinnar skìt hraedd og eina sem èg gat hugsad var 'gott à thig'. Sem sagt jà engan veginn minn morgun.
Seinna sama dag fòr èg med systrum mìnum à munadarleysingjahaeli. Thad var guuuuullfallegur gardur og risastòrt hùs. Èg vissi ekkert hvad èg var ad fara ad gera og thad eina sem mèr var sagt var ad bornin thyrftu knùs. Svo kem èg inn og và... thetta er mogulega òthaeginlegasta tilfining sem èg hef upplifad. Thau voru oll svo saet og skaelbrosandi og knùsudu mig hvert af odru. Èg gat samt ekki annad en tekid eftir thvì ad thau sem àttu skò voru ì miklum minnihluta, thau voru sum med fleiri or en èg gat talid og gud veit hvernig thau fengu thau. Vid fòrum ad kenna theim ad teikna og medal aldurinn var svona 7 àra samt kunni enginn ad lesa, og varla teikna. Èg sagdi einum ad teikna trè og hann hafdi ekki hugmynd um hvernig hann àtti ad teikna thad. En hann kann thad nùna!
Thetta var semsagt frekar dramatìskur dagur, en sìdan kom nòttin sem var ennthà verri...
Èg fòr ad sofa bara à sòmasamlegum tìma. Um midja nòtt vakna èg vid thad ad host pabbi minn er ad l`ysa framan ì mig med vasaljòsi og thegar hann sèr ad èg vakna, thà drìfur hann sig fram. Èg bara 'bìdduuuu hvada perraskapur var nù thetta ?' og sè thà ad klukkan er hàlf fjogur ad nòttu til! Èg sest upp tilbùin ad fara fram og skamma manninn, kveiki à lampanum og neinei... ekkert rafmagn! Thà fyrst heyri èg ì làtunum ùti. Èg fer ad glugganum mìnum og sè thà ad mangò trèid ì gardinum mìnum er nànast ad fjùka upp med ròtum, thad var skollinn à massìfur stormur! Èg fèkk svaka hraedslu tillfinningu og sè strax fyrir mèr ì frèttabladinu à ìslandi: Ìslenskur skiptinemi lèt lìfid ì ecuador af voldum òvedurs. Ì algjoru panick kasti grìp èg sìmann minn til thess ad l`ysa mèr leidina fram oooooog... stìg ì poll! Jà hùsid var farid ad leka! Èg skaust eins og elding fram og thar standa hostforeldrar mìnir med vasaljòs og thau fara bara ad hlaeja thegar thau sjà hvad èg er hraedd og bjòda mèr ad sofa uppì hjà theim. Èg àkvad ad vera horkutòl og segi bara ad èg thurfi sko alls ekki ad gera thad, thò mig langadi allra mest ad skrìda uppì til mommu og pabba à ìslandi. Svo fòr èg aftur innì rùm og fòr med allar thaer baenir sem èg kann. Thessa nòtt svaf èg ì fyrsta skipti med saengina mìna (sem er jafn thunn og lak) ofan à mèr àn thess ad kafna. Jibbì! Naesta kvold var ennthà ekkert rafmagn og vid thurftum ad ganga um med kerti og mèr leid alveg eins og fòlkinu ì The Others, thar sem bornin eru med ofnaemi fyrir sòlarljòsi. Eins gott ad thad er langt sìdan èg horfdi à hryllingsmynd annars vaeri èg lìklegast farin heim nùna.
Daginn eftir àtti mamma mìn à ìslandi afmaeli og vil bara segja aftur innilega til hamingju elsku mamma!! Èg sagdi hostfjolskyldunni minni thad og thau reiknudu thad ùt ad host mamma mìn er tveimur àrum eldri. Èg hèlt fyrst ad thau vaeru ad grìnast en nei svo var ekki... Mamma og pabbi èg í alvorunni klappa fyrir ykkur fyrir thad hvad thid erud ungleg!
Thetta kvold fòr èg med systrum mìnum ì einhverskonar part`y, ef thad mà kalla thetta part`y... Thetta var haldid hjà stràk sem b`yr innà einhverskonar hermannasvaedi, hermadur à hverju horni, uppklaeddur og med byssu. Èg thordi ekki ad taka myndir af theim haha.
Vid vorum mest allan tìmann à einhverjum risa velli sem var tharna. Svo fer einn stràkurinn ad tala vid systur mìna og thà sè èg ad hann er nànast farinn ad gràta. Èg spyr hana hvad er ad og hùn segir ad thetta sè ekkert, bara thad ad pabbi hans lemur hann. Thad er semsagt venjulegt hèrna. Stràkurinn var skìthraeddur vid ad fara heim til sìn og vid fylgdum honum upp ad dyrum. Pabbi hans kemur til dyra og leit ekki einu sinni à okkur, `ytti bara à eftir stràknum inn. Jesùs gòdur hvad mèr leid illa fyrir hann.
En jà... èg er komin ad sunnudeginum. JÀ! Thà fòrum vid à mangòveidar! thetta var samt ekki mangò, thau voru alltaf ad segja mangò, veit ekki afhverju. Vid fòrum semsagt inn ì risa stòrann skòg og thurftum ad vada yfir à og fòrum svo ad t`yna allskonar àvexti, og allt thetta à tànum! Leid eins og algjorum indìàna!
Svo er èg bara bùin ad vera ì skòlanum alla daga frà 1-7 sem er alltaf jafn fínt. À thridjudaginn lenti èg ì thvì ad Joshua bekkjabròdir minn, sem er sà eini sem talar ensku kemur til mìn og segir vid mig ad èg tharf ad passa augun mìn, èg skildi ekkert hvad hann àtti vid og thà benti hann mèr à thad ad èg à thad til ad blikka stràkana ì bekknum og their voru farnir ad tala um thetta og hèldu ì alvorunni ad èg vaeri ad bidja um eitthvad! Èg var snogg ad sannfaera hann um ad èg var ekki ad reyna thetta, èg er bara med gollud augu. Gat enganveginn sagt honum ad thetta er fjorfiskur à ensku, reyndi ad segja 'happyfish' og hann bara hlò og hlò og hlò og kallar mig nùna happy fish, fràbaert.
Svo àttadi èg mig lìka loksins à miklum misskilningi sem hefur verid sìdan èg byrjadi ì skòlanum. Màlid er ad fòlk spyr mig alltaf afhverju mig langar ad laera spaensku og èg segi thà ad mèr finnist thetta bara fallegt tungumàl og pabbi minn talar spaensku og thad vaeri gaman ad geta spjallad vid hann à spaensku. Eftir thetta fòru allir ad spurja mig alltaf: ertu bùin ad tala vid pabba thinn?? èg bara 'dooo... èg er bùin ad vera hèr ì meira en fimm vikur audvitad er èg bùin ad tala vid hann...' svo ì gaer segir einn vid mig 'bràdum verdurdu ordin svo gòd ì spaensku ad thù munt geta sagt allt vid pabba thinn sem thig hefur langar ad segja vid hann seinustu 17 àr!' èg bara 'ooom... hann talar alveg ìslensku sko' thà kom upp mega fjadrafok og èg var semsagt hingad til grey skiptineminn sem yfirgefur lìfid sitt ì àr til thess ad geta laert ad tala vid pabba sinn. Èg held ad thau horfi allt odrum augum à mig nùna.
En nùna er èg komin med illt ì augun, thvì skjàrinn hèrna er svo stòr... thannig ad èg kved ad sinni!