Thursday, September 29, 2011

happyfish

Okei èg aetla ad byrja à ad deila med ykkur kostunum og gollunum vid thad ad vera gringa (andstaedan vid nigga) ì svertingjabae.
kostir:
-thù ert alltaf falleg/ur, sama hversu myglud thù ert.
-thù faerd mjog margt frìtt bara thvì fòlk vill gera thèr til geds
-thù kemst fremst ì ollum rodum og inn à alla stadi àn thess ad borga
-allir vilja vera vinir thìnir
gallar:
-fòlk reynir mjog oft ad svìkja ùr thèr pening, sèrstaklega taxarnir.
-thù labbar aldrei neitt àn thess ad amk 5 manneskjur stara à thig
-thù faerd allskonar fàrànleg nickname (èg er tildaemis oft kollud hrìsgrjòn, mjòlk eda gringa)
-thù màtt ekki misstìga thig, annars fer allt ì hàaloft og fòlk vill fara STRAX med thig à spìtalann
-mun meiri lìkur à ad thù sèrt raend...

Thar hafid thid thad. En okei... aetla ad byrja à fostudeginum 23 september:
Èg var vakin med làtum og mèr var sagt ad fara ì kjòlinn minn (gerdi thau mistok ad taka bara einn fìnann kjòl med mèr), oll fjolskyldan var klaedd upp voda fìnt og greinilega oll longu voknud. Èg veit ekki hvort thau hafi àkvedid ad sleppa thvì ad vekja mig tìmanlega eda hreinlega gleymt thvì, en spurdi ekki thvì èg veit ekki alveg hvort hefdi verid verra... Thannig jà èg fèkk ekki ad tannbursta, borda nè fara ì sturtu, thad var bara einn tveir og innì bìl med thig. Vid fòrum nidur ì skòla à hundleidinlega masseringu og svo var thjòdsongurinn sunginn og èg sat allan tìmann graut fùl og glorhungrud, ì tvo heila tìma og glampandi sòl og steikjandi hiti ì thokkabòt. Svo til ad baeta gràu ofan à svart kemur lìtil stelpa ad mèr og spyr hvort ad Amy (host systir mìn sem er 13 àra gomul) sè dòttir mìn... èg man ekki alveg hvad èg sagdi vid hana en nennti allavega ekki ad leika nice gelluna, hvaesti bara à hana og greyid stelpan hljòp til mommu sinnar skìt hraedd og eina sem èg gat hugsad var 'gott à thig'. Sem sagt jà engan veginn minn morgun.
Seinna sama dag fòr èg med systrum mìnum à munadarleysingjahaeli. Thad var guuuuullfallegur gardur og risastòrt hùs. Èg vissi ekkert hvad èg var ad fara ad gera og thad eina sem mèr var sagt var ad bornin thyrftu knùs. Svo kem èg inn og và... thetta er mogulega òthaeginlegasta tilfining sem èg hef upplifad. Thau voru oll svo saet og skaelbrosandi og knùsudu mig hvert af odru. Èg gat samt ekki annad en tekid eftir thvì ad thau sem àttu skò voru ì miklum minnihluta, thau voru sum med fleiri or en èg gat talid og gud veit hvernig thau fengu thau. Vid fòrum ad kenna theim ad teikna og medal aldurinn var svona 7 àra samt kunni enginn ad lesa, og varla teikna. Èg sagdi einum ad teikna trè og hann hafdi ekki hugmynd um hvernig hann àtti ad teikna thad. En hann kann thad nùna!
Eftir thetta tòkum vid svo straetò heim. Thetta var fyrsta straetò ferdin mìn hèrna og thad er bòkad ad èg aetla aldrei aftur ì straetò... Ì fyrsta lagi var bìlstjòrinn ekkert smà spes... hann gaf ollum vatnsglas sem komu inn, alltaf sama glasid bara n`ytt vatn, èg afthakkadi pent. Svo tòk èg eftir thvì ad hann var med myndir af jesù og marìu mey og krossa og svoleidis à glugganum, svo vid hlidinà thvì voru myndir af algjorum kynbombum à bikinìi... eitthvad var svo hryllilega rangt vid thetta. Svo ì thokkabòt sat èg vid hlidinà karli sem nànast sneri sig ùr hàlslid bara til thess ad stara à mig. Thegar hann fòr svo ùt gerdi èg tilraun til ad setjast ì hans saeti thvì thad var gluggasaetid en nei heyrdu er thà saetid ekki bara rennandi blautt. Veit ekki hvort thad var sviti eda eitthvad annad og èg eiginlega vil ekki vita thad...

Thetta var semsagt frekar dramatìskur dagur, en sìdan kom nòttin sem var ennthà verri...
Èg fòr ad sofa bara à sòmasamlegum tìma. Um midja nòtt vakna èg vid thad ad host pabbi minn er ad l`ysa framan ì mig med vasaljòsi og thegar hann sèr ad èg vakna, thà drìfur hann sig fram. Èg bara 'bìdduuuu hvada perraskapur var nù thetta ?' og sè thà ad klukkan er hàlf fjogur ad nòttu til! Èg sest upp tilbùin ad fara fram og skamma manninn, kveiki à lampanum og neinei... ekkert rafmagn! Thà fyrst heyri èg ì làtunum ùti. Èg fer ad glugganum mìnum og sè thà ad mangò trèid ì gardinum mìnum er nànast ad fjùka upp med ròtum, thad var skollinn à massìfur stormur! Èg fèkk svaka hraedslu tillfinningu og sè strax fyrir mèr ì frèttabladinu à ìslandi: Ìslenskur skiptinemi lèt lìfid ì ecuador af voldum òvedurs. Ì algjoru panick kasti grìp èg sìmann minn til thess ad l`ysa mèr leidina fram oooooog... stìg ì poll! Jà hùsid var farid ad leka! Èg skaust eins og elding fram og thar standa hostforeldrar mìnir med vasaljòs og thau fara bara ad hlaeja thegar thau sjà hvad èg er hraedd og bjòda mèr ad sofa uppì hjà theim. Èg àkvad ad vera horkutòl og segi bara ad èg thurfi sko alls ekki ad gera thad, thò mig langadi allra mest ad skrìda uppì til mommu og pabba à ìslandi. Svo fòr èg aftur innì rùm og fòr med allar thaer baenir sem èg kann. Thessa nòtt svaf èg ì fyrsta skipti med saengina mìna (sem er jafn thunn og lak) ofan à mèr àn thess ad kafna. Jibbì! Naesta kvold var ennthà ekkert rafmagn og vid thurftum ad ganga um med kerti og mèr leid alveg eins og fòlkinu ì The Others, thar sem bornin eru med ofnaemi fyrir sòlarljòsi. Eins gott ad thad er langt sìdan èg horfdi à hryllingsmynd annars vaeri èg lìklegast farin heim nùna.

Daginn eftir àtti mamma mìn à ìslandi afmaeli og vil bara segja aftur innilega til hamingju elsku mamma!! Èg sagdi hostfjolskyldunni minni thad og thau reiknudu thad ùt ad host mamma mìn er tveimur àrum eldri. Èg hèlt fyrst ad thau vaeru ad grìnast en nei svo var ekki... Mamma og pabbi èg í alvorunni klappa fyrir ykkur fyrir thad hvad thid erud ungleg!

Thetta kvold fòr èg med systrum mìnum ì einhverskonar part`y, ef thad mà kalla thetta part`y... Thetta var haldid hjà stràk sem b`yr innà einhverskonar hermannasvaedi, hermadur à hverju horni, uppklaeddur og med byssu. Èg thordi ekki ad taka myndir af theim haha.
Vid vorum mest allan tìmann à einhverjum risa velli sem var tharna. Svo fer einn stràkurinn ad tala vid systur mìna og thà sè èg ad hann er nànast farinn ad gràta. Èg spyr hana hvad er ad og hùn segir ad thetta sè ekkert, bara thad ad pabbi hans lemur hann. Thad er semsagt venjulegt hèrna. Stràkurinn var skìthraeddur vid ad fara heim til sìn og vid fylgdum honum upp ad dyrum. Pabbi hans kemur til dyra og leit ekki einu sinni à okkur, `ytti bara à eftir stràknum inn. Jesùs gòdur hvad mèr leid illa fyrir hann.

En jà... èg er komin ad sunnudeginum. JÀ! Thà fòrum vid à mangòveidar! thetta var samt ekki mangò, thau voru alltaf ad segja mangò, veit ekki afhverju. Vid fòrum semsagt inn ì risa stòrann skòg og thurftum ad vada yfir à og fòrum svo ad t`yna allskonar àvexti, og allt thetta à tànum! Leid eins og algjorum indìàna!

Svo er èg bara bùin ad vera ì skòlanum alla daga frà 1-7 sem er alltaf jafn fínt. À thridjudaginn lenti èg ì thvì ad Joshua bekkjabròdir minn, sem er sà eini sem talar ensku kemur til mìn og segir vid mig ad èg tharf ad passa augun mìn, èg skildi ekkert hvad hann àtti vid og thà benti hann mèr à thad ad èg à thad til ad blikka stràkana ì bekknum og their voru farnir ad tala um thetta og hèldu ì alvorunni ad èg  vaeri ad bidja um eitthvad! Èg var snogg ad sannfaera hann um ad èg var ekki ad reyna thetta, èg er bara med gollud augu. Gat enganveginn sagt honum ad thetta er fjorfiskur à ensku, reyndi ad segja 'happyfish' og hann bara hlò og hlò og hlò og kallar mig nùna happy fish, fràbaert.
Svo àttadi èg mig lìka loksins à miklum misskilningi sem hefur verid sìdan èg byrjadi ì skòlanum. Màlid er ad fòlk spyr mig alltaf afhverju mig langar ad laera spaensku og èg segi thà ad mèr finnist thetta bara fallegt tungumàl og pabbi minn talar spaensku og thad vaeri gaman ad geta spjallad vid hann à spaensku. Eftir thetta fòru allir ad spurja mig alltaf: ertu bùin ad tala vid pabba thinn?? èg bara 'dooo... èg er bùin ad vera hèr ì meira en fimm vikur audvitad er èg bùin ad tala vid hann...' svo ì gaer segir einn vid mig 'bràdum verdurdu ordin svo gòd ì spaensku ad thù munt geta sagt allt vid pabba thinn sem thig hefur langar ad segja vid hann seinustu 17 àr!' èg bara 'ooom... hann talar alveg ìslensku sko' thà kom upp mega fjadrafok og èg var semsagt hingad til grey skiptineminn sem yfirgefur lìfid sitt ì àr til thess ad geta laert ad tala vid pabba sinn. Èg held ad thau horfi allt odrum augum à mig nùna.

En nùna er èg komin med illt ì augun, thvì skjàrinn hèrna er svo stòr... thannig ad èg kved ad sinni!

Wednesday, September 21, 2011

Señorita!

Và thad er bara rùmlega vika sìdan èg bloggadi seinast... fullt bùid ad gerast ! tildaemis thad ad èg er bùin ad bùa ì mànud ì Ecuador nùna! Adeins nìu eftir.
En nùna er allt breytt à heimilinu thar sem ad elsta systir mìn er farin til Quito ad laera og èg sè hana ekki fyrr en ì desember :( sem er glatad thar sem hùn er alveg fràbaer!
Ennnn skòlinn gengur vel, èg skil òskop lìtid, nema enskutìmar, their eru himnarìki, èg er klàrari en kennarinn.
Thad kom reyndar upp rifrildi ì skòlanum mìnum um daginn. Einhver stelpa sagdi ad Jomira, bekkjasystir mìn vaeri gangster eda eitthvad svoleidis og Jomira frètti thad og allt sprakk! Ìslenskar stelpur rìfast eins og kettlingar midad vid stelpurnar hèrna. Get ekki l`yst thvì, bara handahreifingarnar og roddin og allt fòr à flug og fyrir mig var thetta eins og bìòmynd! Ekki leidinlegt.

Èg hef tekid eftir thvì ad hèrna hefur fòlk engar reglur yfir hvad er dònalegt... Hèrna kallar fòlk hvort annad feiti og svarti, og er alveg ad meina thad.. svo eru bekkjasystkini mìn ad benda à bòlur à odrum og kreista thaer sem mèr finnst mjog svo ògedslegt...

En seinustu helgi fòr èg à AFS camp til Ibarra. Vid esmeraldas teamid (èg, Marie og Zoe) thurftum ad fljùga og fluginu seinkadi svo vid misstum af rùtunni frà Quito til Ibarra. En thegar vid lentum ì Quito tòk Sebastian (mesti snillingur veraldar) à mòti okkur og vid fòrum bara à bìlnum hans. Thad var hellidemba ì Quito og vid stelpurnar nànast grètum af hamingju thar sem ad thad rignir nànast aldrei ì Esmeraldas og vid hofdum ekki sèd vatnsdropa ì mànud! Eftir tveggjatìma akstur komum vid à hòtelid ì Ibarra, og thad var ekkert smààà. Sundlaug, mjog flottur matsalur og herbergin vour med sturtu med rennandi heitu vatni! hef aldrei notid thess betur ad fara ì sturtu. Eda tala ìslenksu! Èg hitti Arnar fyrst og thurfti ad vanda mig ad mynda setningar rètt thvì thetta var svo òedlilegt fyrir mig. Svo koma Jana og Sigrùn og stukku à mig og bara và hvad thetta var gott moment! Sìdan var bordad og svo fòrum vid à diskòtek. Tharna sà èg hvad èg sakna thess ad skemmta mèr med evròpsku fòlki! Vid donsudum bara ì hring og sungum med textanum ekki thetta one on one dirty dancing daemi. Èg skemmti mèr ekkert smà vel ! Daginn eftir hòfst nàmskeidid. Thad var mjoooog fìnt, sèrstaklega thegar èg fèkk ad n`yta mìna svakalegu teiknihaefileika og teiknadi mjog glaesilega stelpu ogèg lofa, mèr var hròsad mikid fyrir haefileika mìna! Hùn var meira ad segja klippt ùt og tekin med à diskòtekid thvì hùn var svo sex`y ad annad var bara ekki haegt. Svo um kvoldid fòrum vid aftur à diskòtek og aftur var thad mjoooog gaman! Nùna langar mig bara ekkert à diskòtek med ecuadoriana fòlki...
Daginnn eftir tòkum vid rùtu aftur til Quito og thà kom ad kvedjustund :( Sem betur fer er annad nàmskeid ì Janùar, get ekki bedid!
Vid Esmeraldas lidid hèldum sìdan à flugvollinn og thar stendur ad fluginu hafi seinkad um tvo tìma svo vid forum ad fà okkur ad borda og tokum thvì ròlega. Allt ì einu heyri èg nafnid mitt kallad upp ì kallkerfid med mjog fotludum hreim. Vid vissum ekkert hvad vid àttum ad gera svo vid bidum adeins lengur og thà eru oll nofnin okkar kollud upp svo vid stodnum upp og forum ad labba ì hringi og vissum bòkstaflega ekkert hvert vid àttum ad fara, svo kemur madur hlaupandi og dreeegur okkur ùtì flugvèl og thar horfdu allir à okkur eins og their aetludu ad drepa okkur og vid fengum akkùrat oftustu saetin svo alveg pottthètt allir gaetu sèd hverjir voru ad tefja...
Thetta kvold fòr èg sìdan ì afmaeli med Zoe og Marie og fèkk thar Lasagne ì fyrsta skipti sìdan èg kom hingad, miiikil hamingja!

Ì fyrradag fòr èr med Marie ì skòlann hennar thar sem verid var ad kjòsa drottiningu skòlans... einhverskonar Promnight, samt ekkert fancy thannig sèd... En và thetta var alveg mega daemi, haefileikakeppni, myndataka og svo sitja fyrir og brosa og allur pakkinn... Er mjog fegin ad èg er bùin ad sjà hvernig thetta virkar thvì nùna veit èg ad èg aetla pottthètt ekki ad taka thàtt thegar thessi keppni verdur ì mìnum skòla.
Èg er bùin ad finna thad ùt ad eitt af thvì sem èg mun sakna mest vid Ecuador eru àvextirnir... Hèrna eru risa àvaxtabàsar à hverju horni og èg fae n`ykreistan àvaxtasafa alla daga og alltaf mismunandi og allir hver odrum betri! Og jà Helga mìn meira ad segja greip safarnir eru gòdir... af ollu!
Èg er alveg ad laera à villimennskuna lìka. Drep poddur à staerd vid stòrutànna mìna àn thess ad blikka og get bordad fiskinn hèrna med bestu lyst, their eru semsagt ekki eins og ì fiskibùdunum à ìslandi... their eru bara settir ì heilu lagi à diskinn thinn og thù bordar allt... lìka andlitid.
Fannst èg lìka loksins vera smà hluti af menningunni hèrna thegar èg fèkk pòst um daginn frà AFS og utan à pakkanum stòd : Señorita Margret HeraÈg er señorita... ekki slaemt!

À fostudaginn er èg sìdan ad fara ad hjàlpa munadarlausum bornum sem mèr l`yst mjoooog vel à ! Og jà àstaedan fyrir thvì ad èg er ekki bùin ad setja inn myndir ì svona 2 vikur er ad netid ì hùsinu mìnu er bilad... tharf alltaf ad fara à internetcafè og nenni ekki ad setja inn myndirnar hèr.
Er ennthà ad reyna ad laga thetta comment vesen, endilega reynidi ad kommenta :)

Sunday, September 11, 2011

skòlinnnnn !

Gud minn gòdur èg trùi thvì ekki ad èg sè ekki ennthà bùin ad segja frà hananum... Bakgardurinn okkar er stùt fullur af haenum og svo er einn hani. Og nànast allir ì hverfinu eiga hana. Allar naetur byrjar einn theirra og alllllir svara, svo segir naesti eitthvad og allir svara og svo framvegis... fyrstu naeturnar svaf èg ekkkert en nùna er èg semsagt von thvì ad sofa vid hanagal alla nòttina. Score.
En allavega, èg er loksins byrjud ì skòlanum! Hann er fràbaer! Frekar stòr, og krakkarnir ì bekknum eru mjog nice! Thau hafa reyndar mjog gaman af thvì ad làta mig lesa upphàtt fyrir bekkinn... à spaensku, sem er ekki gaman.
En èg held samt svona àn grìns ad èg sè ad upplifa hvernig tilfinning thad er ad vera fraeg... fyrstu dagana gaf e`g thùsund eiginhandaràritanir (fyrir facebook), allur skòlinn heilsar mèr med nafni, thò èg muni ekkert eftir ad hafa talad vid flest thetta fòlk, og allllllir stara. Enda er èg sù eina hvìta.
Èg er mjog oft spurd hvort thetta sè nàttùrulegi hàrliturinn minn, afhverju èg sè stutthaerd og hvort èg sè med gerviaugnhàr. Thaer segja allar ad èg eigi ad lita mig raudhaerda... veit ekki alveg med thad. Og nokkar stelpur ì bekknum mìnum spurdu hvort èg aetti bròdur sem vaeri med svona ljòs augu og thegar èg sagdi jà thà trylltust thaer og vilja endilega fà hann hingad!
Skòlabùningarnir eru reyndar hraedilegir, en stelpurnar kenndu mèr ad bretta nidur sokkana og thad er semsagt merki um ad èg sè svol... ef èg er med thà upp thà er èg nord...
Set inn mynd af bùningnum sem fyrst!

Um daginn fèkk èg loksins mìna langthràdu pulsu... eda èg pantadi mèr hana. Èg skalf bòkstaflega af spenningi en neinei... svo kemur bara pulsubraud, med svona 4 nidursoxudum pulsum trodid ì, svo maìones og gular baunir ùtà. Get ekki l`yst vonbrigdum mìnum.
Seinustu helgi fòr èg til Quito. Èg vissi reyndar ekki ad èg vaeri ad fara thangad fyrr en vid komum à àfangastad, thà var nàttùrulega ekki net ì hùsinu svo èg gat ekki làtid hina ìslendingana ì Quito vita, sem var glatad. Vid gerdum nànast ekkert thar nema bjorgudum hundi frà bìlslysi ! Og klesstum sìdan sjàlf à bìl.
Quito er gullfalleg, riiisastòr og ìskold. Eda ekki midad vid Ìsland, en midad vid Esmeraldas. Og loftid thar er svo thunnt ad madur hefur ekkert thol. Thurftum ad labba upp 4 haedir ì stiga og thetta var erfidara en peep testin ì grunnskòla, og thà er mikid sagt.
Èg tòk eftir thvì ì Quito ad hostfjolskyldan mìn sparar mjog mikid. Vid fòrum à hamborgarastad og thegar vid vorum bùin thà hellti hostmamma mìn restinni af kòkinu ùr ollum glosunum ì eitt glasid og fòr med thad heim ì ìskàpinn og drakk thad svo med hàdegismatnum daginn eftir.

Seinasta laugardag var veisla à heimilinu. Hostpabbi minn vakti okkur fyrir allar aldir og sagdi mèr ad hann hafi slàtrad d`yrinu. Èg n`yvoknud vissi ekkert hvada d`yri en bad til guds ad hann vaeri ad tala um hanann, en thad var ekki svo gott. Vid fòrum nidur ì kjallara og thar var risa svìn, dautt. Hef aldrei verid lystaminni ì morgunmat. Sìdan voru allir settir ì gang og èg fèkk thad verkefni ad skera laukana... fèkk bala med svona 20 laukum og grèt ùr mèr augun vid ad skera thà. Sìdan kom risa bali med hrìsgrjònum og laukurinn settur ùtì. Svo var hellt fullt af svìnablòdi ùtì og thessu blandad saman ì honunum og svo trodid ì einhverskonar bjùgusmokka og svo skorid nidur og sett ùtì sùpu med bonunum. Hryllilegt. Thetta er vìst typical food in Ecuador... heppin èg.
Um kvoldid fòrum vid krakkarnir sìdan à svakalegann klùbb sem er à efstu haed ì blokk og engar rùdur ì gluggunum svo thad var stanslaus vindur tharna inni, virkilega spes. En thad kom mèr à òvart hvad thad var fòlk à allskonar aldri tharna... thad var stràkur sem var alveg orugglega ekki eldri en 13 àra og svo fullt af gomlum korlum...
Thetta er eins med perraskapinn hèrna. Stràkar frà 10-80 eru alltaf ad gefa manni fingurkossa og segja eitthvad heeeey babe... meira ad segja litlir stràkar!

Mig er bùid ad dreyma nokkrum sinnum daginn sem èg fòr frà ìslandi. Èg er alltaf ad missa af flugvèlinni og alltaf ad kvedja sitthvort fòlkid... veit ekki hvort thetta merki eitthvad? Thetta `ytir allavega vel undir heimthrànna.

Annars er allt fràbaert ad frètta, naestu helgi er nàmskeid hjà AFS ì Quito og thà hitti èg vonandi hina ìslendingana :D Svo set èg inn myndir um leid og netid ì hùsinu lagast.
Vona ad thad sè haegt ad kommenta à thetta... skil ekki alveg ad sumir geta thad og adrir ekki, thetta er eitthvad vodalega gallad...

Friday, September 2, 2011

Àr bananans

Èg lenti ì thvì versta ì veroldinni um daginn... Thad byrjadi thannig ad èg var ad fà mèr thrist sem èg à sìdan à ìslandi, og eins og thid sem thekkid mig vel vitid thà er èg ekki mesti nammigrìsinn svo èg gat ekki klàrad hann allan... èg àkvad ad geyma hann og setti hann à hilluna mìna. Svona fimm tìmum seinna langar mig ì meira og èg bìt ì hann àn thess ad lìta à hann og thad er svona svolìtid eins og ad bìta ì sand... thegar èg lìt nidur sè èg ad hann er allur MORANDI ì pìnulitlum poddum og èg finn hvernig thaer skrìda upp andlitid mitt og hendurnar mìnar! mig langadi helst bara ad deyja à stadnum og fae ennthà hroll vid tilhugsunina!
En allavegaaaa thà er hellingur bùinn ad gerast seinustu daga eins og tildaemis thad ad vid skelltum okkur à BILAD FLOTTA strond sem er ì svona hàlftìma fjarlaegd. Vid fòrum à kanò og svona og èg tòk mèr svona korters sòlbad og viti menn, èg er raudari en grìslingur ì framan... hùdin mìn er ad flagna svo mikid ad svona àn alls grìns ef èg myndi safna saman hùdinni gaeti èg bùid til fìnustu dùnsaeng ùr hùdflogunum... òged! Thann dag fèkk èg fiskisùpu og kòk ì morgunmat... MORGUNMAT! èg vissi ekki hvort èg aetti ad hlaeja eda gràta.

Èg fòr um daginn à diskòtek med systrum mìnum og vinum theirra. Thetta var òtrùlegt. Thad var ekki sèns ad fòlk myndi tala saman svona eins og à ìslenskum klùbbum, neinei thad er BARA dansad og enginn smà dans! svona aaalgjor dirty dancing fìlingur... sem laetur mig lìta ùt eins og hàlvita thar sem èg dansa aaldrei... kann bara ad hoppa og syngja. Samt drullugaman ad fylgjast med ollum.

Heyrdu jà! Einhver ykkar spurdi mig hvad èg àtti vid ì blogginu fyrir nedan med ad umferdin vaeri ekki ad standa sig og èg aetla bara ad fà ad kvòta ì Sigrùnu ( sem er lìka skiptinemi hèr) thar sem hùn nàdi ad l`ysa  thessu fullkomlega: 'Það notar engin bílbelti, flestir snúa ekki rétt eða hanga út úr bílunum. Strætókerfið hér er fucked, fólk hangandi út, það kostar 20 krónur á veturnar og þeir koma ekki á ákveðnum tímum.
Það er jafn mikið bípað hérna á einum dgei eins og á einu ári á Íslandi og það eiga allir réttinn'
Svo er systir mìn, Marie Jose mjog dugleg ì thvì ad thegar einhver svìnar fyrir hana thà brunar hùn fram ùr honum og svìnar fyrir hann og skelli hlaer svo. Svo lìka thegar hùn tharf ad tjekka à einhverju eda missir eitthvad thà stoppar hùn bara à midri gotunni og setur haettuljòsin à, gerir sitt og heldur svo àfram.

Èg lèt ì fyrsta skipti vita ì gaer ad mèr fannst vondur maturinn sem var ì kvoldmat... hingad til hef èg pìnt ofan ì mig allan andskotann en ì gaer var einhversskonar fiskur, sem var held èg hràr og mjog gràr... èg setti hann uppì mig og var ad tyggja og tyggja og tyggja og thetta var bara eins og ad tyggja dekk. èg kùgadist og sp`ytti thì ùtur mèr àn thess ad fatta ad oll fjolskyldan var ad fylgjast med mèr. Sem betur fer hlòu thau bara. En èg veit ekki hvort èg geti vanist matnum... Thad eru bananar ì oll màl! alltaf banani, sodinn, grilladur, steiktur eda kraminn... og meira ad segja ùtì sùpuna! og hrìsgrjòn aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaallltaf! og svo borda thau kjùkling med skeid sem èg à ennthà mjog erfitt med.
Èg reyndar vard svong um daginn ì fyrsta skipti sìdan èg kom hingad og my looooord thad var guddòmleg tilfinning ! thad kvold klàradi èg kvoldmatinn minn ì fyrsta skipti BRAVÒ !

Hèrna er sjùklega gaman ad fylgjast med sjònvarpinu, thad eru bòkstaflega allir med swag! sèrstaklega thàttastjòrnendur og frèttakonur. Svo eru augl`ysingarnar met. Flestar sungnar og einhver fàrànlegur dans med, eda thà talsettar svo thaer verda ansi hlaejilegar.

Èg er ennthà ad reyna ad àtta mig à thvì hvad thjònustustùlkan er ad gera hèrna... vid thvoum, eldum og bùum um sjàlf alla daga... skil ekki afhverju thau sleppa ekki ad borga henni fyrir ad vera hèrna og kaupa frekar almennilega thvottavèl, thar sem thau setja alltaf fot ì thvottavèlina og thvo svo aftur sjàlf ì hondunum og setja svo ì thurkarann og hengja svo fotin upp... frekar gallad system. Svo er lìka skylda ad vera ì skòm inni sem gerir thad ad verkum ad thau thurfa ad sòpa alla daga og skùra annanhvorn dag. og jà thad skùra med thvì ad setja blautann bol utanum kùstinn.

Annars er allt bara fràbaert hèrna, og èg er ad fara aftur à diskòtek ì kvold, vùhùùùù!
-Chaooo